26.02.1954
Efri deild: 53. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 663 í C-deild Alþingistíðinda. (2811)

151. mál, óréttmætir verslunarhættir

Lárus Jóhannesson:

Herra forseti. Ég held, að þetta frv. sé um breytingu á algerlega skökkum lögum. Ef á að fara að taka upp það fyrirkomulag, sem er erlendis, að veita öðrum mönnum en venjulegum uppboðshöldurum heimild til uppboðs, sem getur vel verið að sé rétt að gera, þá held ég, að það ætti að gera þessa breytingu á lögunum um uppboð, en ekki á lögunum um óréttmæta verzlunarhætti. Ég vil bara leyfa mér að benda hv. flm. á þetta.