30.10.1953
Neðri deild: 14. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1716 í B-deild Alþingistíðinda. (3604)

Afgreiðsla mála úr nefndum

forseti (SB):

Þá vildi ég leyfa mér að beina þeim óskum til hv. nefnda, sem málum hefur verið vísað til, að ganga sem greiðlegast að því að skila nál. um þau mál, sem hjá þeim liggja. Hinn 26. okt. s. l. hafði fimm málum verið vísað til hv. allshn., 6 til hv. fjhn., 11 til hv. heilbr. og félmn., 9 til hv. landbn., 1 til hv. menntmn., 3 til hv. samgmn. og 4 til hv. sjútvn. En nál. hafa aðeins verið gefin út um örfá þessara mála. Leyfi ég mér að beina til hv. nefndarformanna, að þeir hlutist til um, að nefndir starfi sem greiðlegast, þannig að þd. þurfi ekki að sitja auðum höndum næstu daga, eins og fullt útlit er fyrir, ef ekki koma nál. á næstunni.