30.10.1953
Efri deild: 12. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 1717 í B-deild Alþingistíðinda. (3610)

Fjarvistir þingmanna

forseti (GíslJ):

Ég vil leyfa mér að taka aftur nafnakall til að sjá, hverjir enn eru fjarverandi. Eins og hv. dm. er kunnugt, varð að fresta hér fundi áðan vegna þess, að nægilega margir menn voru ekki mættir í deildinni, og var þá tekið nafnakall til þess að sjá, hverjir voru viðstaddir. Þá var klukkan 5 mínútur yfir hálf tvö, nú vantar klukkuna 20 mínútur í tvö.

[8 þm. (AE, BBen, BrB, FRV, HermJ, JJós, LJóh, PZ) voru fjarstaddir.

AE hafði fjarvistarleyfi.]

Með því að deildin er ályktunarfær, verður fundinum haldið áfram, en það skal tekið fram, að ég óska mjög eftir því, að þm. gæti þeirrar skyldu sinnar að mæta hér á réttum tíma, nema því aðeins að þeir hafi forföll, og þá tilkynni þeir það skrifstofunni eða forseta.