27.10.1953
Efri deild: 10. fundur, 73. löggjafarþing.
Sjá dálk 56 í B-deild Alþingistíðinda. (75)

60. mál, stofnun happdrættis

Bernharð Stefánsson:

Herra forseti. Ég bjóst ekki við að hafa framsögu í þessu máli og er ekki við því búinn, en ég ger í ráð fyrir, að það þurfi ekki mikla framsögu um það. Með frv. er farið fram á það að leyfa happdrætti háskólans að hafa fleiri hluti en nú er, fjölga úr 30 þús. í 35 þús. Þetta er rökstutt með því, að eftirspurn sé svo mikil eftir happdrættismiðum, að ekki sé hægt að fullnægja henni.

Fjhn. hefur athugað frv., og eftir þeim upplýsingum, sem fyrir liggja, þykir henni eðlilegt, að þetta sé veitt, sem háskólinn fer fram á, og leggur þar til, að frv. verði samþykkt.