24.02.1955
Neðri deild: 52. fundur, 74. löggjafarþing.
Sjá dálk 1167 í B-deild Alþingistíðinda. (1450)

125. mál, landshöfn í Keflavíkur-ogNjarðvíkurhreppum

Emil Jónsson:

Herra forseti. Vegna þess að 1. flm. þessa frv. er ekki viðstaddur, vildi ég leyfa mér sem meðflm. þess að tjá hv. sjútvn. þakkir fyrir afgreiðslu þess og skýra frá því, að a.m.k. ég fyrir mitt leyti er alveg samþykkur þeim hreytingum, sem n. leggur til að gerðar verði og eru ekki efnisbreytingar, heldur aðeins, má segja, að frv. sé fært til réttari stíls vegna þeirra breytinga, sem orðið hafa á sveitarstjórn Keflavíkurhrepps síðan lögin voru samin.