16.12.1955
Efri deild: 30. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1031 í B-deild Alþingistíðinda. (1012)

122. mál, almannatryggingar

Frsm. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Eins og hv. dm. er kunnugt, hefur mþn. starfað að endurskoðun almannatryggingalaganna og lagt frv. til nýrra laga fyrir það þing, er nú situr. Því miður hefur ekki unnizt tími til að afgreiða það mál nú fyrir áramótin. Frv. það um breytingu á nefndum lögum, sem hér liggur fyrir, flutti heilbr.- og félmn. hv. Nd. að beiðni félmrh., og hefur Nd. afgreitt frv. óbreytt. Frv. felur í sér þær breytingar einar, sem óhjákvæmilegt var að gera fyrir áramótin. Þess er að vænta, að hv. dm. fallist á nauðsyn þeirra og láti þetta frv. fram ganga. Ég sé ekki ástæðu til að ræða frv. efnislega, það liggur hér fyrir á þskj. 193 með ýtarlegri greinargerð. Heilbr.- og félmn. þessarar hv. deildar hefur haft frv. til meðferðar og leggur einróma til, að það verði samþykkt óbreytt.