02.03.1956
Efri deild: 79. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 1335 í B-deild Alþingistíðinda. (1309)

162. mál, sala jarðeigna í opinberri eigu

Flm. (Hermann Jónasson):

Herra forseti. Það fylgir þessu frv. nægileg grg. Það er ástæðulaust að hafa um það langa framsögu. Þessar jarðir, Kleppustaðir í Hrófbergshreppi í Strandasýslu og eyðijörðin Engjanes í Árneshreppi, eru báðar þannig, að það eru engar minnstu líkur til þess, að þær verði teknar til ábúðar, og þess vegna er eðlilegt, að þær geti fallið undir jarðir, sem liggja þeim nærri, til afnota. Það kemur fram í grg., að sýslumaðurinn mælir með því á þessum grundveili, sem ég hef minnzt á, og með þeim rökum, að jarðirnar verði seldar, en ég hef beðið eftir því, að meðmæli kæmu einnig frá hlutaðeigandi hreppsnefndum, ekki viljað flytja málið með öðru móti, og þau liggja einnig fyrir, eins og sést af þeim fskj., sem grg. fylgja, og eru meðmæli frá oddvitum beggja hreppa með því, að jarðir þessar verði seldar.

Ég held það sé ástæðulaust að vísa málinu til nefndar, en geri ekki athugasemd við það, ef það verður talið nauðsynlegt.