21.03.1956
Sameinað þing: 48. fundur, 75. löggjafarþing.
Sjá dálk 274 í D-deild Alþingistíðinda. (2500)

77. mál, vegagerð í Skagafirði og brúarstæði

Jón Sigurðsson:

Herra forseti. Eins og bréf vegamálastjóra, sem prentað er með nál., sem hér liggur fyrir, ber með sér, er rannsókn sú, sem till. fjallar um, svo langt á veg komin og það ýtarleg, að ég get eftir atvikum fallizt á afgreiðslu fjvn. á málinu, þar eð þau atriði málsins, sem enn þá eru ekki fullrannsökuð, liggja nú engu að síður það ljóst fyrir af bréfi vegamálastjórnarinnar, að augljóst er, hvað rétt er og skynsamlegast að gera í þessum málum, en það hefur verið allmjög á huldu. Og á það vil ég leggja áherzlu, að tillögum vegamálastjóra, sem fram koma í bréfi hans, verði fylgt í öllum greinum. Annað tel ég í raun og veru óverjandi, eins og málið liggur nú fyrir.