10.05.1957
Efri deild: 97. fundur, 76. löggjafarþing.
Sjá dálk 141 í C-deild Alþingistíðinda. (3030)

29. mál, gjald af innlendum tollvörutegundum

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég vil benda á, að í þessu, sem ég las í grg., stendur, að þetta atriði hafi vantað tilfinnanlega í íslenzka löggjöf. Það virðist sem sé, að hér sé um þýðingarmikið atriði að ræða, en hv. frsm. meiri hl. viðhafði fremur óákveðin ummæli um það, hvort hann mælti gegn till. eða ekki. Þess vegna finnst mér alveg eðlilegt, að það komi fram hér í d., hverjir málavextir eru, þannig að menn geti dæmt um það, hvort hér er um þýðingarmikið atriði að ræða eða ekki. Ég vil þess vegna óska eftir því, að málinu verði frestað og að n. fái umsögn þeirra aðila, sem ég nefndi áðan, um þetta mál, sem þeir ættu að geta gefið mjög fljótt.