17.03.1958
Efri deild: 68. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 16 í C-deild Alþingistíðinda. (1649)

138. mál, dýralæknar

Bernharð Stefánsson:

Ég mundi ekki geta samþykkt þetta frumvarp óbreytt út úr deildinni, eins og það liggur fyrir. En mér þykir þó ekki rétt að styðja að því með atkv. mínu, að það verði fellt nú þegar, því að ég teldi aðra afgreiðslu á frv. heppilegri, en að fella það. Þess vegna segi ég já til þriðju.