10.10.1957
Sameinað þing: 1. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í B-deild Alþingistíðinda. (2964)

Kosning forseta

Forsrh. (Hermann Jónasson):

Það er alveg rétt, sem hv. þm. G–K. tekur fram, að frekar var búizt við því, að kosning forseta yrði ekki í dag, og ef það skiptir einhverju máli fyrir hv. þingm. og kemur fram ósk um það frá honum sem formanni stjórnarandstöðunnar, að það sé beðið með kosninguna, þá er það alveg sjálfsagður hlutur. En ég heyrði það ekki þá á hv. þm., að þetta væri neitt atriði, en ef það er atriði, þá er það sjálfsagt að fresta kosningunni.