05.11.1957
Sameinað þing: 11. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1945 í B-deild Alþingistíðinda. (3081)

Varamenn taka þingsæti- rannsókn kjörbréfa

Frsm. 1. minni hl. (Gísli Guðmundsson) :

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur í dag komið saman til fundar til að athuga kjörbréf frú Öddu Báru Sigfúsdóttur, sem er 2. varaþm, Alþb. í Reykjavík. Ég skal geta þess, að einn nefndarmanna, hv. þm. Siglf., var ekki mættur á fundinum, mun vera veikur.

Nefndin er sammála um að leggja til, að kjörbréfið verði samþykkt, en fram hefur komið í n. tillaga um það, að gerð sé aths. út af tilefni þess, að varamaður er til kallaður. N. varð ekki sammála um þetta atriði, og þess vegna mun einnig annar nm. taka til máls. En n. leggur til, eins og ég sagði áðan, að kjörbréfið sé samþykkt.