13.11.1957
Sameinað þing: 13. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1953 í B-deild Alþingistíðinda. (3093)

Varamenn taka þingsæti- rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Áki Jakobsson) :

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur setið á fundi og haft til athugunar kjörbréf varaþingmanns Alþfl. í Reykjavík, frú Jóhönnu Egilsdóttur, Lynghaga 10, og liggur fyrir það bréf, útgefið í dag, og er svo hljóðandi:

„Yfirkjörstjórnin í Reykjavík gerir kunnugt: “Með því að Haraldur Guðmundsson, fyrrv. ráðh., sem kosinn var aðalmaður fyrir Alþfl. í Reykjavík við alþingiskosningar, sem fram fóru í Reykjavík 24. júní 1956, fyrir yfirstandandi kjörtímabil, hefur sagt af sér þingmennsku og í stað hans hefur tekið sæti á Alþingi Eggert G. Þorsteinsson, Bústaðavegi 71, hér í bæ, þá veitum vér hér með samkvæmt l. nr. 36 frá 13. maí 1957 húsfrú Jóhönnu Egilsdóttur, Lynghaga 10, hér í bænum, kjörbréf þetta sem varaþm. fyrir Alþfl. í Reykjavík fyrir yfirstandandi kjörtímabil.

Yfirkjörstjórnin í Reykjavík, 13. nóv. 1957. Kristján Kristjánsson, Steinþór Guðmundsson, Hörður Þórðarson.“

Kjörbréfanefndin hefur orðið sammála um að mæla með því, að kjörbréf þetta verði samþ. og frú Jóhanna Egilsdóttir verði þannig viðurkennd varaþm. Alþfl. í Reykjavík.