11.02.1958
Efri deild: 50. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 639 í B-deild Alþingistíðinda. (501)

99. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1958

Forsrh. (Hermann Jónasson):

Herra forseti. Frv. samhljóða því, sem hér liggur fyrir, hafa undanfarin ár verið lögð fram hér á Alþingi, og ástæðan til þess er sú, að ef ekki er annað ákveðið með lögum, skal reglulegt Alþingi koma saman 15. febr. En það er nú orðin svo að segja föst venja að breyta þessu með lögum og ákveða samkomudag Alþingis að haustinu, venjulega í byrjun októbermánaðar. Hér er gert ráð fyrir, að Alþingi komi saman föstudaginn 10. okt., hafi forseti Íslands eigi tiltekið annan samkomudag fyrr á árinu.

Ég leyfi mér að óska eftir, að þessu máli verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. Ég geri naumast ráð fyrir, að ástæða þyki til að vísa málinu til nefndar.