27.03.1958
Efri deild: 74. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 714 í B-deild Alþingistíðinda. (606)

100. mál, skattur á stóreignir

Forseti (BSt):

Út af ummælum hv. þm. V-Sk. (JK), þar sem hann deilir á það, hvernig með mál þetta hafi verið farið hér í d., vil ég taka það fram, að málið var fimm sinnum tekið til 1. umr. og frestað samkv. óskum, aðallega frá hv. þm. Vestm. (JJós); og sjö sinnum var það tekið til 2. umr., og sama er að segja þá, að þá var því frestað skv. ósk flutningsmanna þessara till. til þess að reyna að afla upplýsinga. Ég get því ekki kannazt við það, að ég hafi ekki gefið þessum hv. þingmönnum öll möguleg tækifæri sem forseti, til að halda á sínu máli.