09.12.1958
Efri deild: 33. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 52 í B-deild Alþingistíðinda. (111)

62. mál, almannatryggingar

Utanrrh. (Guðmundur Í. Guðmundsson):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. V-Sk. fyrir hans góðu undirtektir undir þetta frv. Það er alveg rétt, það er nauðsynlegt að flýta málinu sem allra mest og væri að sjálfsögðu langæskilegast, ef hægt væri að afgreiða það í d. í dag.

Ég lagði til, að frv. yrði vísað til n., af því að mér þótti nokkuð hart að gengið að fara fram á það við d., að n. fengi ekki að skoða frv. Að sjálfsögðu yrði ég því fegnastur, ef það þyrfti ekki að fara til n., og fell því frá till. minni, þó að ég geri það ekki að kappsmáli, ef dm, vildu óska eftir því að fá frv. í nefnd.