12.08.1959
Sameinað þing: 10. fundur, 79. löggjafarþing.
Sjá dálk 567 í B-deild Alþingistíðinda. (318)

Varamenn taka þingsæti

Forseti (BBen):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf :

„Reykjavík, 11. ágúst 1959.

Mér hefur í dag borizt svo hljóðandi bréf frá Vilhjálmi Hjálmarssyni, 2. þm. S-M.:

Þar sem ég verð að hverfa af þingi vegna veikinda heima fyrir og geri ekki ráð fyrir að geta átt frekari setu á þessu þingi, leyfi ég mér með skírskotun til 144. gr. kosningalaganna að óska þess, að varamaður minn, Stefán B. Björnsson bóndi í Berunesi, taki í fjarveru minni sæti á Alþingi.

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Eggert G. Þorsteinsson, forseti efri deildar.“

Jafnframt hefur borizt kjörbréf Stefáns B. Björnssonar, fyrsta varamanns í Suður-Múlakjördæmi. Kjörbréfið ber að leggja fyrir kjörbréfanefnd, og veitist fimm mínútna frestur, meðan athugun þess fer fram. — [Fundarhlé.]