28.11.1959
Efri deild: 4. fundur, 80. löggjafarþing.
Sjá dálk 3447 í B-deild Alþingistíðinda. (1665)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir ofl.

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Hv. þm., sem síðast talaði, var bent á það áðan af mér, að hann gæti borið þessa fsp. fram í sambandi við umr. í Sþ. nú eftir helgina um frestunartillöguna. Hann óskar eftir svörum við fsp. sinni hér, en hann veit það ósköp vel eins og aðrir hv. þdm., að það er búið að svara þessu. Það er búið að lýsa því yfir af hæstv. landbrh., að að sjálfsögðu mun Sjálfstfl. standa við þau fyrirheit og loforð, sem hann hefur gefið í þessu efni.