16.02.1961
Efri deild: 61. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1371 í B-deild Alþingistíðinda. (1435)

181. mál, heimild til að veita Guðjóni Ármanni Eyjólfssyni stýrimannaskírteini

Sigurvin Einarsson:

Herra forseti. Fyrir nokkrum dögum barst sjútvn. beiðni frá hæstv. sjútvmrh. um að flytja það frv., sem nú er til 2. umr. Nefndin varð, eins og venjulegast er, við þessari beiðni með þeim fyrirvara, að einstakir nm. hafa óbundnar hendur um afstöðu til málsins, en það var jafnframt á þessum fundi ákveðið að senda málið til Farmanna- og fiskimannasambandsins til umsagnar. Þessi umsögn er ekki komin, og nm. hafa á engan hátt borið sig saman um afstöðu til þessa máls. Mér kemur því mjög á óvart, að það skuli tekið hér á dagskrá, og vil þess vegna mælast til þess, að hæstv. forseti taki það út af . dagskrá og taki það ekki á dagskrá aftur; fyrr en nefndin er búin að athuga málið og fá þá umsögn, sem hún hefur beðið um.