02.11.1960
Sameinað þing: 9. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1739 í B-deild Alþingistíðinda. (1655)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

forseti (SA):

Mér hefur borizt bréf frá hæstv. forseta Ed., svo hljóðandi:

„Formaður þingflokks Alþfl. hefur í dag ritað mér eftirfarandi:

„Þar sem Friðjón Skarphéðinsson, 5. landsk. þm., getur eigi setið á þingi næstu vikur sökum anna heima fyrir, leyfi ég mér hér með samkv. beiðni hans að óska þess, að varamaður, Unnar Stefánsson viðskiptafræðingur, taki sæti á Alþ. í fjarveru hans.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Sigurður Ó. Ólafsson,

forseti efri deildar.“

Ég býð þingmanninn velkominn til starfa á Alþingi.