05.12.1960
Neðri deild: 32. fundur, 81. löggjafarþing.
Sjá dálk 1742 í B-deild Alþingistíðinda. (1670)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

forseti (JóhH):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf, dags. 2. des. 1960:

„Vegna ýmissa anna heima í prestakalli mínu þarf ég að hverfa af þingi um skeið og óska eftir, að varamaður minn, Jón Pálmason bóndi á Akri, taki á meðan sæti mitt á Alþingi.

Virðingarfyllst,

Gunnar Gíslason.“

Samkv. þessu tekur Jón Pálmason nú sæti á Alþingi, og býð ég hann velkominn til þingstarfa.