09.11.1961
Efri deild: 12. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 500 í C-deild Alþingistíðinda. (2935)

64. mál, réttur verkafólks til uppsagnarfrests og launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla

Flm. (Jón Þorsteinsson):

Herra forseti. Ég vildi gera hér nokkrar athugasemdir út af ræðu hv. 5. þm.. Norðurt. e., sem hér var að ljúka máli sínu. Mér virðist þessi hv. þm., gera of mikið úr því, að sá skilningur, sem hann leggur í lögin, og sá skilningur er verkamönnum yfirleitt mjög hagstæður, að það sé óhætt að treysta því fyrir dómstólunum, að sá skilningur standist örugglega, og þess vegna, ef aðrar skoðanir komi fram, þá sé það jafnvel til þess að veikja málstað verkamanna.

Það eru einkum tvö atriði, sem þessi hv. þm.. hefur gert hér að umtalsefni. Það er annars vegar ákvæði 3. gr. l. um, að atvinnurekanda verði eigi gert að greiða Lætur til launþega sinna, þó að vinna þeirra nemi eigi 150 klst. á mánuði, og þá samsvarandi breyting, sem gerð er í frv., sem hér er til umr., um það, að í stað 150 klst. á mánuði komi 8 klst. að meðaltali hvern virkan dag mánaðarins. Hv. þm.. vill álíta, að verkamaður, sem hefur unnið eitt ár hjá sama atvinnurekanda og öðlazt uppsagnarfrest samkv. 1. gr. laganna, hafi þar með öðlazt rétt til þess, — og þá er hér auðvitað um að ræða tilfelli, þar sem undanþága 3. gr. nær ekki til, — að þá hafi verkamaður þar með öðlazt rétt til 8 tíma vinnu á dag eða kaups fyrir 8 tíma dagvinnu hjá viðkomandi atvinnurekanda, í staðinn fyrir að frv. okkar, sem liggur hér frammi, byggir á þeim skilningi, að í því tilfelli hafi verkamaður ekki átt rétt á kaupi nema fyrir 150 klst. í dagvinnu yfir mánuðinn. Í sjálfu sér, þó að skoðun heiðraðs þm.. væri rétt, sem ég hefði vissulega ekkert á móti, að sú túlkun gæti staðizt fyrir dómstólunum, — það er síður en svo, það má enginn leggja þann skilning í orð mín, — ef það er rétt túlkun á lögunum, þá á það ekki að spilla því, þó að einhverjir aðrir haldi fram einhverri annarri túlkun, sem kynni að reynast röng. En hitt finnst mér að ætti að vera mests virði fyrir verkamanninn, að það sé alveg tryggt, að rétturinn sé ekki til 150 tíma, heldur til þessara 200 tíma yfir mánuðinn eða 3 tíma á dag. Það er mest um vert að fá tryggingu fyrir réttinum. Það er vitanlega mest um vert og betra en að það þurfi að standa deila um, hver rétturinn sé. En þegar farið er út í það, hvor skilningurinn sé réttari, þó að ég, eins og ég hef áður sagt, hefði síður en svo nokkuð á móti því, að skilningur hv. 5. þm.. Norðurl. e. væri réttur í þessu máli, þá segir svo í þessari 3. gr.: „þó að vinna þeirra nemi eigi 150 klst. á mánuði, enda missa launþegar þá eigi uppsagnarrétt sinn, meðan slíkt ástand varir: — 3. gr. gerir ráð fyrir því, að maðurinn sé búinn að vinna árið og sé búinn að fá uppsagnarfrestinn, en mér virtist hv. þm.. eiginlega skilja þetta frekar svo, að þetta væri fyrsta árið, sem hann væri að vinna hjá atvinnurekandanum. En það stendur í greininni: „enda missa launþegar þá eigi uppsagnarrétt sinn,“ og það er talað um, að þegar atvinnurekandinn losnar við bótarétt, þurfi hann ekki að bæta, þó að vinnan nemi ekki 150 klst., og ég held, að þá sé langeðlilegast, að það sé gagnályktað út frá þessu og sagt, að ef hann nær 150 klst., þá eigi atvinnurekandinn ekkert að bæta umfram það, og það má að vissu leyti segja, að þessar 150 klst. eftir fyrsta árið séu í samræmi við þann tímafjölda, sem verkamaðurinn þarf að vinna fyrsta árið til þess að öðlast uppsagnarréttinn, þ.e. 150 klst. á mánuði eða 1300 klst. á ári. Ég álít því, að það liggi sterk lagarök á bak við þann skilning. En hitt finnst mér að við ættum að geta orðið sammála um, ég og þessi hv, þm., að bezt af öllu sé þó, að þessi betri réttur sé tvímælalaust tryggður í lögunum, en ekki þannig, að hann þurfi að vera deilumál.

Þá er það hitt atriðið, sem er reyndar alveg nálengt þessu, að í þessu frv., sem hér liggur fyrir, er gert ráð fyrir að vinnutryggingin verði 8 klst. að meðaltali hvern virkan dag mánaðarins. Ef sá skilningur hv. þm.. væri réttur, að þetta væri þegar fyrir hendi, það ætti að skilja l. þannig, — ef væri hægt að treysta örugglega, að sá skilningur stæðist, sem ég geri nú því miður ekki, þá mætti segja, að það þyrfti e.t.v. ekki að vera að breyta þessu ákvæði. En miðað við það, að þarna sé rétturinn aðeins fyrir hendi fyrir 150 klst. vinnutryggingu fyrir þann mann, sem búinn er að vinna ár á sama stað og þar sem atvinnurekandinn nýtur ekki undanþáguréttar, þá er auðvitað 8 klst. vinnutrygging að meðaltali fyrir mánuðinn á hvern virkan dag meira virði en 8 klst. á dag,

En það, sem hv. þm.. kom hér inn á, var einkum það, að í þessari vinnutryggingu, sem þegar væri fyrir hendi í lögunum, hvort sem hún væri nú hinar umdeilanlegu 6 stundir eða 8 stundir á dag, væri eingöngu um dagvinnu að ræða. Í sjálfu sér, eins og þessi hv. þm.. gat um, segir ekkert um þetta berum orðum í lögunum, og ég mundi ekki efa það, að þegar maður væri að vinna sér inn réttinn á fyrsta ári og vinna 1300 klst. yfir árið, þá yrði þar með tekin bæði næturvinna, helgidagavinna, eftirvinna og dagvinna, enda álít ég, að sá skilningur væri verkamönnum óhagstæður, ef verkamaður, sem vinnur hjá atvinnurekanda fyrsta árið, kemur til hans eftir árið og segir: Nú er ég búinn að vinna 1800 stundir, og nú á ég minn uppsagnarfrest í einn mánuð, — og atvinnurekandinn kæmi og segði: Nei, þú hefur að vísu unnið 1800 stundir, en það er ekki allt í dagvinnu, þess vegna átt þú ekki réttinn. — Ég tel því mestar líkur á því, að þessi lög verði skilin þannig, að þar verði ekki takmarkað við dagvinnuna eina, enda verður að játa það, að í þeim tilfellum, þar sem verkamaður hefur ekki fulla dagvinnu, er hann auðvitað betur fær en ella um að vinna yfirvinnu, og ég álít, að það sé tvímælalaust betra fyrir verkamann að fá vinnutryggingu upp á 8 tíma að meðaltali hvern virkan dag mánaðarins heldur en að hafa vinnutryggingu upp á 6 tíma á dag, hvort sem um dagvinnu eina væri að ræða eða ekki. Það er heldur engin trygging fyrir því, sem þessi hv. þm.. segir, að þessir 6 tímar á dag eða þessir 150 tímar á mánuði séu eingöngu dagvinnutímar, einmitt vegna þess, sem ég sagði áðan, að 150 tímarnir á. mánuði árið, sem rétturinn er að skapast, fyrsta árið, þar er ekkert gert upp á milli dagvinnu, eftirvinnu og næturvinnu, og þarf ekki heldur að vera hagstætt verkamönnum, að svo væri gert. En hitt væri svo að sjálfsögðu rétt, að það væri enn þá meiri réttur til handa verkamönnum, ef það væri ekki sagt: 8 klst. að meðaltali hvern virkan dag, heldur að það væru 8 klst. Það væri vissulega meiri réttur en þetta frv., sem hér er á dagskrá, gerir ráð fyrir.

En þessi hv. þm.. gat um það, hvernig þessi lög hefðu verið framkvæmd, og sannleikurinn er sá, að það er ákaflega erfitt að henda reiður á því, hvernig lögin hafa verið framkvæmd, og núna eftir 3 ár er mér a.m.k. ekki kunnugt um, að það hafi fallið neinn dómur um skilning á þessum lögum eða að það séu nein sérstök mál fyrir hjá dómstólunum, sem fjalli um grundvallarskilning á ákvæðum þessara laga, þannig að það er vissulega margt óljóst í þessum lögum og umdeilanlegt. Þess vegna er sannarlega ástæða til þess m.a., að í þeim atriðum verði lögin gerð skýr og ótvíræð, þannig að það þurfi ekki um það að deila, hvern skilning ber að leggja í þau, enda álít ég mjög mikilvægt atriði í sambandi við slíka löggjöf, sem snertir svo ákaflega marga aðila og marga einstaklinga, að geta vitnað í sinn rétt samkvæmt þessum lögum, að löggjöfin sé skýr og einföld og vei skiljanleg, en þar sé ekki um alls konar vafaatriði að ræða, því oft vill það nú verða þannig í framkvæmd, að þá halda atvinnurekendurnir sér í þann skilning, sem þeir geta fundið sér hagfelldastau, og oft erfitt að hnekkja því, nema þá með margvíslegum málaferlum.

Að síðustu vil ég aðeins koma inn á það, að þetta frv. er fyrst og fremst flutt vegna þess, að við flm. álítum, að öryggisleysið varðandi atvinnuna sé mest hjá hafnarverkamönnum og það sé reyndar, eins og gerð hefur verið grein fyrir, bæði í greinargerð og framsögu, óeðlilegast, að það séu þeir, sem undanþágan í 3. gr. nær til, að hafnarverkamenn séu þar undir. Hitt fannst mér svo, að hv. 5. þm.. Norðurl. e. vildi í ræðu sinni gera allmiklu meira úr þeim tekjum, sem hafnarverkamenn hefðu, heldur en sézt hefur í ýmsum dagblöðum hér undanfarið, þar sem þessi mál hafa verið nokkuð rædd.