16.11.1961
Efri deild: 17. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 79 í B-deild Alþingistíðinda. (43)

74. mál, lækkun aðflutningsgjalda

Ásgeir Bjarnason:

Herra forseti. Það frv., sem hér liggur fyrir til umr., var lagt fram og kom til 1. umr. hér í þessari hv. deild s.l. mánadag. Í dag hefur farið fram 2. umr. og atkvgr. lokið. Og síðan hefur málið verið tekið til 3. umr. þegar að 2. umr. lokinni. En fyrir lágu allmargar brtt., sem hafa verið felldar, og að gefnu tilefni vil ég óska þess, að hæstv. forseti taki málið út af dagskrá í dag og að það verði síðan tekið fyrir á morgun, vegna þess að mér finnst vera hér um svo mikið stórmál að ræða, að ekki sé ástæða til að hraða því svo mjög eins og nú á að gera. Ég vænti þess, að forseti verði við þessari ósk minni.