23.10.1962
Sameinað þing: 5. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 313 í B-deild Alþingistíðinda. (280)

1. mál, fjárlög 1963

Forseti (FS):

Samkvæmt þingsköpum fer þessi umræða þannig fram, að fyrst flytur hæstv. fjmrh. fjárlagaræðu, og er ræðutími hans ekki takmarkaður, síðan tala fulltrúar þingflokka og hafa 30 mín. ræðutíma og að lokum hefur hæstv. fjmrh. 15 mín. til andsvara. Að þessu sinni verður röð flokkanna þannig að lokinni framsöguræðu hæstv. fjmrh.: Alþýðubandalag, ræðumaður Lúðvík Jósefsson, Alþýðuflokkur, ræðumaður Birgir Finnsson, Framsóknarflokkur, ræðumaður Eysteinn Jónsson. Hefst nú umræðan, og tekur hæstv. fjmrh., Gunnar Thoroddsen, til máls.