26.11.1962
Neðri deild: 21. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 75 í B-deild Alþingistíðinda. (80)

2. mál, bráðabirgðabreyting og framlenging nokkurra laga

Frsm. meiri hl. (Davíð Ólafsson):

Herra forseti. Fjhn. Nd. hefur haft til athugunar frv. á þskj. 2, komið frá Ed. N. hefur ekki getað orðið sammála um afgreiðslu þess, og hefur meiri hl. hennar skilað áliti á þskj. 131, en minni hl., Skúli Guðmundsson, hefur skilað sérstöku áliti á þskj. 134, og einn nm., Lúðvík Jósefsson, var ekki viðstaddur, þegar málið var afgreitt úr n. Það er þó aðeins eitt atriði í frv., sem ágreiningur er um, en það er ákvæðið í 5. gr. frv. um framlengingu viðbótarsöluskatts á innfluttum vörum. Þegar þetta mál var flutt af hæstv. fjmrh, í Ed. og aftur hér í hv. Nd., gerði hann grein fyrir efni frv., og ég sé ekki ástæðu til að bæta neinu við það, sem þá var sagt. Það er till. meiri hl. fjhn., að frv. verði samþ. óbreytt.