05.05.1964
Sameinað þing: 72. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 2233 í B-deild Alþingistíðinda. (1724)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (BF):

Svo hljóðandi bréf hefur borizt: „Gunnar Gíslason, 2. þm. Norðurl. v., hefur ritað mér á þessa leið:

„Sökum embættisanna næstu vikur leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og, með skírskotun til 138. gr. 1. um kosningar til Alþingis, að óska þess, að 1. varamaður Sjálfstfl. í Norðurl. v., Hermann Þórarinsson útibússtjóri, taki á meðan sæti mitt á Alþingi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Sigurður Bjarnason,

forseti neðri deildar.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Kjörbréf Hermanns Þórarinssonar liggur hér fyrir og vildi ég biðja hv. kjörbréfanefnd að taka það til rannsóknar. A meðan verður gert hlé á fundinum. — [Fundarhlé.]