18.03.1964
Sameinað þing: 54. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 724 í D-deild Alþingistíðinda. (3095)

140. mál, verðlaunaveiting fyrir menningarafrek vegna tuttugu ára afmælis lýðveldisins

Flm. Einar Olgeirsson):

Herra forseti. Við höfum leyft okkur hér 4 þm. Alþb. að flytja till. til þál. á þskj. 253, hv. 5. þm. Vestf., hv. 5. þm. Austf., hv. 5. þm. Reykn. og ég. Þessi till. fer fram á það. að Alþingi ákveði að velta 5 milli. kr. sem verðlaun til þess að minnast 20 ára afmælis lýðveldisins þann 17. júní nú í ár, og þessi verðlaun skulu vera miðuð við það að greiða þannig fyrir ýmis beztu afrek íslenzkra manna, bæði á sviði tónlistar, myndlistar, bókmennta, sagnaritunar og vísindarannsókna. svo og fyrir ritgerðir, sem kynnu að varða auðlindir Íslands eða nýtingu þeirra. Og það er lagt til, að menntamálaráð sjái um þetta.

Svipuð till. þessari var flutt á síðasta Alþingi. Því miður var hún ekki samþ. þá og hefði það þó verið heppilegra, því að þá hefði verið lengri tími til þess að gangast fyrir sérstakri keppni í þessum efnum. Eins og við munum, var það haft svo, þegar okkar lýðveldi var stofnað. þá var stofnað til sérstakrar keppni meðal listamanna landsins, bæði skálda, tónlistarmanna og annarra, og ýmislegt af því. sem þá var skapað í sambandi við lýðveldisstofnuna, ljóð og lög o.fl., hefur orðið sígild eign íslenzkrar listar síðan. Að vísu er tíminn nú styttri, en hins vegar er enginn efi á því, að með samþykkt svona till. mundi í fyrsta lagi verða gert nokkuð til þess að ýta verulega undir það að skapa ný íslenzk listaverk á öllum þessum sviðum og vísindaverk á öðrum. Og enn fremur mundi 20 ára afmæli okkar lýðveldis fá allt annan svip yfir sig, svo framarlega sem þetta væri gert. Það er þess vegna eindregið okkar till., að þó að seint sé orðið og betra hefði verið, að þetta hefði verið samþykkt á síðasta þingi, þá sé þetta samþykkt nú. Ég vil, sökum þess að um þetta fara eðlilega fram tvær umr., þar sem í sambandi við það eru mikil útgjöld, leyfa mér að óska þess, að að lokinni þessari umr. verði þessari till. vísað til síðari umr. og til hv. fjárveitinganefndar.