25.02.1964
Neðri deild: 61. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 762 í B-deild Alþingistíðinda. (457)

108. mál, afnám laga um verðlagsskrár

Frsm. (Unnar Stefánsson):

Herra forseti. Ég verð að viðurkenna, að þetta atriði kom ekki upp í n. Það var upplýst og stendur reyndar í grg. fyrir frv., sem er stjfrv., að ákvæðin um verðlagsskrár hafi ekki lengur hagnýtt gildi. Þetta stendur í grg. fyrir stjfrv., og út frá því var gengið við afgreiðslu frv., að það væri rétt. Vegna þessarar fsp. mundi ég vilja leggja til, að n. kynnti sér þetta ákveðna tilvik, með hvaða hætti þessi vandi yrði leystur, og umr. málsins yrði frestað á meðan. Þetta mundi ég vilja leggja til við hæstv. deildarforseta.