03.02.1964
Neðri deild: 50. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 946 í B-deild Alþingistíðinda. (642)

111. mál, lyfsölulög

Frsm. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir um breyt. á lyfsölulögum, nr. 30 frá 29. apríl 1963, felur í sér þá breytingu, að 66. gr. lyfsölulaganna verði breytt á þann veg, að í stað orðanna „innan 6 mánaða frá gildistöku laganna“ o.s.frv. komi: „innan 12 mánaða.“ Eins og segir í aths. við þetta frv., er það flutt að tilmælum landlæknis. Upphaflegi fresturinn, sem áætlaður er, var mjög naumur, vegna þess að mörg erlend lyfjafirmu verða að sækja um, að sérlyf þeirra verði tekin hér á lyfjaskrá, og telur landlæknir, vegna þess að það varð nokkur dráttur á því, að n. tæki til starfa, sem átti að ganga frá lyfjaskránni, að þá reynist fresturinn vera of skammur. Þess vegna er lagt til, að honum verði breytt í stað 6 mánaða í 12 mánuði.

N. hefur athugað frv. og orðið sammála um að leggja til, að það verði samþ., og leyfi ég mér svo að leggja til, að frv. verði vísað til 3. umr.