18.12.1964
Efri deild: 33. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1961 í B-deild Alþingistíðinda. (1762)

29. mál, stýrimannaskóli í Vestmannaeyjum

Unnar Stefánsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins taka fram, að ég teldi eðlilegra, að skóli sá, sem um er fjallað í frv., yrði rekinn af ríkinu sem hluti í hinu almenna skólakerfi, en væri ekki einkaskóli rekinn af einu bæjarfélagi. Hins vegar hef ég aflað mér upplýsinga um það, að eftir slíku hefur alls ekki verið leitað af hálfu þeirra aðila, sem að skólastofnuninni standa, bæjarsjóði Vestmannaeyja, og tel því ekki ástæðu til, að þessi d. bregði fæti fyrir framgang þessa máls á síðasta stigi málsins, þar sem það mundi aðeins tefja afgreiðslu frv. Þetta vildi ég láta koma fram, en sé ekki ástæðu til þess að vera andvígur frv. og segi því já.