16.12.1964
Neðri deild: 28. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 167 í B-deild Alþingistíðinda. (181)

91. mál, ríkisreikningurinn 1963

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Fjárveitingavaldið er einn höfuðgrundvöllur Alþingis og eitt höfuðvald þess, og mér sýnist, að sú afgreiðsla, sem nú er að byrja að tíðkast, bæði á fjárl. og ríkisreikningunum, sé að verða slík sýndarmennska, að við getum ekki verið þekktir fyrir það, og vil mótmæla því með því að segja nei.