05.04.1965
Neðri deild: 63. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1983 í B-deild Alþingistíðinda. (1856)

156. mál, sala dýralæknisbústaðar í Borgarnesi

Frsm. (Gunnar Gíslason):

Herra forseti. Það er rétt hjá hv. 5. þm. Vestf., að sá bústaður, sem var keyptur til handa dýralæknisembættinu í Borgarnesi kostaði 11/2 millj. kr. Það er einnig rétt hjá honum, að gamli dýralæknisbústaðurinn var seldur á 615 þús. kr., minnir mig að væri. En mér hefur verið tjáð það af mönnum, sem gjört þekkja til, að sú sala sé mjög hagkvæm og að þetta gamla hús geti engan veginn talizt hentugur dýralæknisbústaður og þurfi endurbóta við, ef hann ætti að vera það áfram og ekki er talið eðlilegt að ráðast í þær endurbætur á þessu húsi. En þegar við hugsum til þess, hvað þeir embættisbústaðir kosta, sem nú er verið að byggja víða um landið fyrir embættismennina, þá efast ég mjög um, að þessi kaup á dýralæknisbústaðnum séu óhagkvæm.