31.03.1965
Sameinað þing: 36. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 658 í D-deild Alþingistíðinda. (3289)

217. mál, bótagreiðslu Aflatryggingasjóðs

Sjútvmrh. (Emil Jónsson) :

Herra forseti. Það er alveg rétt hjá hv. fyrirspyrjanda, að það hefur dregizt kannske um of að svara þessum fsp., en til þess liggja þær eðlilegu orsakir, að það hefur ekki verið unnt að ná saman þeim upplýsingum, sem farið hefur verið fram á, á skemmri tíma. Fsp. voru sendar stjórn aflatryggingasjóðs, þegar eftir að þær höfðu verið bornar fram, en mér var þá þegar sagt, að það væri svo mikið verk að ná saman þeim upplýsingum, sem þyrfti, til þess að hægt væri að svara fsp., að það væri mjög líklegt, að það gæti dregizt þrjár vikur eða mánuð að afla þeirra, enda hefur farið svo, að það hefur gert það. En mér er kunnugt um, að það hefur verið hafður á allur sá hraði hjá aflatryggingasjóði, sem frekast var hægt, til þess að ná saman upplýsingunum. En ástæðan til þess mun aðallega vera sú, að bótasvæðin eru allt önnur en þau, sem um er spurt í fsp., og hefur það orðið til þess, að það hefur orðið að taka hvert einasta skip og raða þeim niður á ný eftir þeim svæðum, sem fsp. byggist á.

Það er sjálfsagt smávegis ónákvæmni, en það er spurt um, hve miklar bætur hafi verið greiddar úr aflatryggingasjóði s.l. 5 ár. Ég vek aðeins athygli á því, að aflatryggingasjóður með því nafni hefur ekki verið til nema 3 s.l. ár. En vegna þess að ég taldi, að það mundi ekki skipta máli, hvert nafnið væri, hefur hlutatryggingasjóðurinn verið tekinn fyrir tvö fyrstu árin. Þetta eru nokkuð margar tölur, en ég skal leyfa mér að lesa þær upp, eins og spurzt er fyrir um.

Það er þá fyrst skýrsla um almennu bátadeildina og yfirlit yfir bótagreiðslur úr henni, fyrst fyrir árið 1960. Á Vestfjörðum fengu það ár tveir bátar 35 þús. kr. — ég les aðeins heil þús. Á Norðurlandi fengu 25 bátar 526 þús. Á Austfjörðum fengu 10 bátar 118 þús. Í Vestmannaeyjum fengu 27 bátar 825 þús. Í Faxaflóa fengu 14 bátar 314 þús. Og á Snæfellsnesi tveir bátar 23 þús. Eða samtals 80 bátar 1 millj. 843 þús.

Fyrir árið 1961 líta tölurnar þannig út. Þá fengu 3 bátar á Vestfjörðum 52 þús., 7 bátar á Norðurlandi 569 þús., á Austfjörðum 17 bátar 937 þús., í Vestmannaeyjum 85 bátar 7 millj. 813 þús., í Faxaflóa 29 bátar 686 þús., en á Snæfellsnesi var engum styrk úthlutað eða bótum.

Árið 1982 eru tölurnar þannig: Þá fær 21 bátur á Vestfjörðum 367 þús., 51 bátur á Norðurlandi 603 þús., 17 bátar á Austurlandi 359 þús., 55 bátar í Vestmannaeyjum 4 millj. 770 þús., 42 bátar í Faxaflóa 1 millj. 520 þús. og á Snæfellsnesi 5 bátar 499 þús., eða samtals árið 1962 191 bátur 8 millj. 120 þús.

1963 eru tölurnar þannig: 25 bátar á Vestfjörðum fá 737 þús., 172 bátar á Norðurlandi fá 2 millj. 570 þús., 53 bátar á Austfjörðum 1 millj. 105 þús., 12 bátar í Vestmannaeyjum 963 þús., 75 bátar í Faxaflóa 3 millj. 782 þús. og 10 bátar á Snæfellsnesi 636 þús. eða samtals 1963 345 bátar 9 millj. 796 þús.

Fyrir árið 1964 eru tölurnar þannig: Á Vestfjörðum fær 51 bátur 2 millj. 242 þús., 57 bátar á Norðurlandi 2 millj. 847 þús., 22 bátar á Austfjörðum 793 þús., 20 bátar í Vestmannaeyjum 1 millj. 33 þús., 71 bátur við Faxaflóa 3 millj. 256 þús. og 2 bátar á Snæfellsnesi 125 þús.

Þetta voru bótagreiðslur úr almennu bátadeildinni, fyrir tvö fyrstu árin úr hlutatryggingasjóði, en hin þrjú síðari úr aflatryggingasjóði.

Þá er hér önnur skýrsla yfir bótagreiðslur úr síldveiðideild, og fyrst 1960. Þá eru veittar á Vestfjörðum bætur 16 bátum 1 millj. 389 þús., 22 bátum á Norðurlandi 1 millj. 337 þús., 15 bátum á Austfjörðum 762 þús., 31 báti frá Vestmannaeyjum 2 millj. 151 þús., 189 bátum í Faxaflóa 8 millj. 425 þús. og 18 bátum á Snæfellsnesi 1 millj. 187 þús.

1961 eru engar bætur greiddar úr síldveiðideild og 1962 eru aðeins greiddar bætur tveimur bátum í Faxaflóa, 89 þús. kr. En 1963 eru 17 bátum á Vestfjörðum greiddar 3 millj. 66 þús., 22 bátum á Norðurlandi 4 millj. 373 þús., 7 bátum á Austfjörðum 1 millj, 127 þús., 8 bátum frá Vestmannaeyjum 1 millj. 549 þús., 83 bátum úr Faxaflóa 14 millj. 942 þús. og 18 bátum af Snæfellsnesi 3 millj. 296 þús. Þetta voru bætur úr síldveiðideild.

Þá er togaradeildin. Hún byrjar miðað við veiðarnar 1961. Þó að ákvæðin um hana hafi verið sett í lög 1962, var fyrsta úthlutun miðuð við veiðarnar á árinu 1961. Það ár var einum togara á Vestfjörðum úthlutað 1 millj. 682 þús., 7 togurum á Norðurlandi 4 millj. 463 þús. og 28 togurum við Faxaflóa 28 millj. 522 þús. — 1962 einum togara á Vestfjörðum 616 þús., 7 togurum á Norðurlandi 4 millj. 934 þús. og 25 togurum við Faxaflóa 14 millj. 88 þús. — 1963 var úthlutað einum togara á Vestfjörðum 372 þús., 8 á Norðurlandi 3 millj. 10 þús. og 29 togurum við Faxaflóa 17 millj. 559 þús.

Til þess að gera þessa mynd enn þá fullkomnari, hefur verið tekið saman yfirlit yfir bátafjöldann á landinu á þessu tímabili. Og þar er getið allra báta, sem þá hafa verið gerðir út, bæði opnir vélbátar og þilfarsbátar, en þeir hafa verið eftirfarandi: 1960: Á Vestfjörðum 280, á Norðurlandi 392, á Austfjörðum 190, i Vestmannaeyjum 116, við Faxaflóa 376 og á Snæfellsnesi 82. — Árið 1961 á Vestfjörðum 249, á Norðurlandi 433, á Austfjörðum 219, í Vestmannaeyjum 117, við Faxaflóa 408 og á Snæfellsnesi 84. — 1962 var bátafjöldinn sem hér segir: Á Vestfjörðum 225, á Norðurlandi 416, á Austurlandi 195, í Vestmannaeyjum 112, við Faxaflóa 350 og á Snæfellsnesi 84. — Árið 1963 á Vestfjörðum 244, Norðurlandi 432, Austfjörðum 159, Vestmannaeyjum 105, við Faxaflóa 319 og á Snæfellsnesi 86. — 1964 eru tölurnar þessar: Á Vestfjörðum 216, á Norðurlandi 369, á Austfjörðum 136, í Veatmannaeyjum 101, við Faxaflóa 342 og á Snæfellsnesi 95. Þetta eru í heild 1960 samtals 1.418 bátar, 1981 1.510, 1962 1.382, 1963 1.325 og 1984 1.259.

Það skal tekið fram, að hér eru ekki taldir í skýrslunni um bótagreiðslur almennu deildarinnar bátar frá Stokkseyri og Grindavík, enda ekki um þær upplýsingar beðið í fyrirspurn. Hins vegar má segja, að ávallt hefur verið um sáralitlar bætur að ræða til báta í þeim verstöðvum og munu þær leggja deildinni hlutfallslega hæstar nettótekjur allra verstöðva.

Í töflu 2, sem ég las um síldveiðideildina, eru hins vegar taldir allir bátar, sem lönduðu síld suðvestanlands og bætur hlutu. Það er líka að athuga, að bótagreiðslur úr almennu deild sjóðsins miðast við löndunarhafnir hverju sinni. Allmargir bátar frá Austfjörðum, sem gerðir hafa verið út frá Vestmannaeyjum eða Faxaflóahöfnum og hlotið hafa bætur vegna aflabrests þar, eru taldir til þeirra svæða, en ekki til heimahafna. Bótagreiðslur úr síldveiði — og togaradeildum fara hins vegar fram eftir stórum svæðum og hefur af þeim sökum verið reynt að miða við útgerðarhafnir skipanna. Einnig í þessu tilfelli eru mörg skip utan af landi, sem gerð hafa verið út á haustsíldveiðar suðvestanlands, talin til Faxaflóahafna.

Ég vona, að hv. fyrirspyrjandi hafi fengið þær upplýsingar, sem hann hafði vonazt eftir, a. m. k. hefur verið lögð í það öll sú vinna, sem möguleg var, til þess að fá þessa skýrslu gerða eins ýtarlega og hægt var, þó að það hafi dregizt nokkuð að ljúka því.