21.04.1965
Sameinað þing: 42. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 682 í D-deild Alþingistíðinda. (3317)

174. mál, fiskiðnskóli

Fyrirspyrjandi (Guðlaugur Gíslsson):

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að þakka hæstv. sjútvmrh. fyrir svar hans og þær upplýsingar, sem hann hefur veitt í sambandi við þetta mál. Ég geri mér það að sjálfsögðu alveg ljóst, að til þessa máls verður að vanda, allan undirbúning í sambandi við það verður að vanda, eins og eðlilegt og nauðsynlegt getur talizt og ég tel það ekki aðalatriðið, hvort n. skili áliti á þessu þingi eða næsta þingi. Ég vildi aðeins láta það koma fram á þessu þingi, sem nú er komið þetta áleiðis, að fylgzt væri með þessu máli og ætlazt til þess, að n. starfaði og skilaði áliti eins fljótt og tök væru á.