16.03.1965
Neðri deild: 55. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 875 í B-deild Alþingistíðinda. (754)

101. mál, Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna

Forsrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Þetta þykir kannske of lítið mál til að deila um, en ég vil alls ekki fallast á það, að konur séu ekki menn. Þetta er hrein málvilla, sem á að fara að láta okkur samþ. hér. Það er latmæli, tekið upp á síðustu áratugum, að kalla konur ekki menn. Samkv. gamalli íslenzkri málvenju og algerri hefð eru konur auðvitað menn. Þess vegna er ekki hægt að samþ. þessa vitleysu, réttast væri að vísa henni frá.