29.04.1965
Efri deild: 75. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1103 í B-deild Alþingistíðinda. (980)

9. mál, veiting ríkisborgararéttar

Eggert G. Þorsteinsson:

Herra forseti. Svo sem að venju var höfð samvinna milli allshn. Nd. og Ed. við undirbúning nál. og komu þær brtt., sem þannig unnust út, fram á þskj. við 2. umr. í Nd. Þskj. hef ég ekki hér við höndina. En eftir að málið kom frá hv. Nd., bættust við allmargar umsóknir, sem óskað var eftir að n. fjallaði um og tók n. úr þeim hópi 4 umsækjendur um ríkisborgararétt, svo sem frá greinir á þskj. 528. Er það till. n., að þessir aðilar verði samþ., enda heyra ástæður þeirra undir þær reglur, sem hv. Alþingi hefur sett í þessum efnum. Allmargir aðilar aðrir voru þarna einnig með, sem n. treysti sér ekki til að mæla með að svo stöddu máli, þar sem ýmist var skortur á upplýsingum eða biðtími þeirra hafði ekki verið nægjanlegur. En eins og fram kemur á þskj. 527, leggur allshn. til, að frv. þetta verði samþ. með þeirri breyt., að 4 nýir aðilar bætist inn, svo sem frá greinir á þskj. 528.