18.04.1966
Neðri deild: 71. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 57 í C-deild Alþingistíðinda. (2289)

98. mál, áfengislög

Forsrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég tel eðlilegt, að þingheimur greiði hreinlega atkv. um efni þess frv.. sem hér liggur fyrir, um það, hvort eigi að leyfa bjórbrugg í landinu eða ekki, og sé enga ástæðu til þess að skjóta mér fram hjá atkvgr. um það, og þar sem upplýst er, að þetta atriði mun koma til afgreiðslu þingsins í sambandi við annað mál, segi ég nei.