09.03.1966
Sameinað þing: 30. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 209 í D-deild Alþingistíðinda. (2909)

87. mál, raforkuframkvæmdir á Vestfjörðum

Þorvaldur G. Kristjánsson:

Herra forseti. Ég skal aðeins gera stutta aths., því að það mun æra óstöðugan að ætla að leiðrétta allar þær villur, sem hv. síðasti ræðumaður stendur í í sambandi við þetta mál. Hann spyr enn þá: Hvar eru peningarnir? Það var eins og ég áður sagði og lýst var yfir á Alþ. í fyrra, að það var sótt um lán til Viðreisnarsjóðsins að upphæð 86 millj. kr., og sjóðurinn samþykkti að veita þetta lán til framkvæmda á næstu 4 árum, og lánið fyrir hvert ár er tekið á því ári, sem á að nota féð. Í marz s.l. var tekinn fyrsti hluti lánsins, og í marz þetta ár er tekinn annar hluti lánsins. Þriðji hluti lánsins biður til næsta árs og fjórði til þar næsta árs. Ég hygg, að þetta megi hverjum meðalgreindum manni vera skiljanlegt og að við tökum lánin jafnharðan og ætlunin er að nota þetta fjármagn.