20.04.1966
Sameinað þing: 38. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 919 í B-deild Alþingistíðinda. (866)

114. mál, fjáraukalög 1964

Frsm. (Birgir Finnsson):

Herra forseti. Þetta frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1964 er samið skv. tili. yfirskoðunarmanna ríkisreikninganna í sama formi og venja hefur verið til undanfarin ár. Fjvn. leggur til, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir og látið ganga áfram til 3. umr.

Ég vil geta þess, að undirnefnd í fjvn. hefur yfirfarið tölurnar og borið þær saman við ríkisreikning og ekkert fundið athugavert.

Einnig vil ég geta þess, að einn hv. nm. í fjvn. hreyfði því, og hefur reyndar áður hreyft því í fjvn., að hann teldi, að frv. til fjáraukalaga ætti að vera meira sundurliðað en raun ber vitni. Hins vegar er það skoðun annarra fjvn.-manna, að slík sundurliðun hafi ekki mikla praktíska þýðingu, þegar það fylgist að, að ríkisreikningi fyrir það ár, sem um er fjallað, hefur verið útbýtt í þinginu og hv. alþm. hafa í honum aðgang að sundurliðun á þeim tölum, sem þeir vilja grandskoða nánar en fram kemur í frv. til fjáraukalaga.