15.04.1967
Efri deild: 66. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1251 í B-deild Alþingistíðinda. (1115)

189. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Að undanförnu hafa sjómenn á íslenzkum fiskiskipum notið þeirra skatthlunninda, að þeim hefur verið heimilað að draga frá skattskyldum tekjum sínum nokkurn kostnað vegna hlífðarfata. Efni þessa frv. er það, að þessi hlunnindi skuli einnig ná til farmanna og annarra sjómanna á íslenzkum skipum.

Fjhn. hefur haft mál þetta til athugunar, og eins og nál., sem útbýtt hefur verið, ber með sér, leggur hún einróma til, að frv. verði samþ.