15.12.1966
Sameinað þing: 17. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 264 í B-deild Alþingistíðinda. (130)

1. mál, fjárlög 1967

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Út af úrskurði hæstv. forseta vil ég minna á það, að á síðasta þingi gerðist það, að ráðh. og forsetar greiddu atkv. með því, að þeir skyldu framvegis eins og áður fá ríkisstyrk til þess að kaupa áfengi og tóbak handa sér. En um þetta mál annars er það að segja, að það eru fordæmi fyrir því, að ríkið hlaupi undir bagga, þegar kirkjur hafa brotnað af völdum óveðurs, og ég tel, að það sé gott fyrir söfnuðinn þarna að hafa kirkju, það getur einnig verið gott fyrir sjómenn, að þarna sé kirkja. Ég segi því já.