16.12.1966
Efri deild: 31. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 315 í B-deild Alþingistíðinda. (209)

88. mál, Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Ásgeir Bjarnason:

Herra forseti. Eftir að till. okkar hafa verið felldar, vil ég biðja þm. að vera minnuga þess, sem hér hefur verið sagt um þetta mál. Ég vil leyfa mér að þakka hv. 8. landsk. þm. fyrir það, að hann virðist hafa fullan skilning á þessu máli, og er það meira en hægt er að segja um suma aðra. Hins vegar tek ég ekki alls kostar undir það, sem hann sagði um mat bænda almennt á landbrh., enda er það ekki til umr. hér og sjálfstæðismenn mega í friði fyrir mér hafa sínar skoðanir á þeim málefnum, og þeir vita sjálfsagt betur en ýmsir aðrir, við hverja er að etja fyrir þann hæstv. ráðh. Ég ætla ekki að gera það að umræðuefni, en ég efast um, að hann hafi sagt skoðun bænda almennt á því máli.

Hæstv. ráðh. er víst ekki hér, svo að ég ætla ekki að svara honum. En ég þakka hv. 8. landsk. fyrir það, að hann hefur fullan skilning á þessu máli, vegna þess að það á eftir að sýna sig, þegar miðað er við verkefni framleiðnisjóðs, að honum mun ekki veita af því fjármagni, sem við lögðum til með okkar brtt. Annars mundi hann einskis megnugur til að bæta úr í þeim efnum, sem honum er ætlað.