29.02.1968
Neðri deild: 68. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 703 í C-deild Alþingistíðinda. (2493)

130. mál, þingsköp Alþingis

Þórarinn Þórarinsson:

Herra forseti. Ég held, að ég sleppi öllum frekari umr. um þingsköpin. Ég held, að það mál sé þannig vaxið, að við hljótum að geta komið okkur saman um það. Mér fannst hæstv. forsrh. taka þannig á málinu nú, að það sé ekki svo langt bil, sem þarf að brúa þar.

En ég ætla aðeins að segja örfá orð í sambandi við kaupbindingarfrv., sem var hér til meðferðar á þingi 1963. Ég held, að sannleikurinn um það sé sá, að það, sem við forsrh. höfum sagt um það, sé rétt hjá báðum svo langt sem það náði. Það er alveg rétt hjá honum, að málið stöðvaðist að lokum, vegna þess að það náðist samkomulag á milli ríkisstj. og verkalýðshreyfingarinnar. En ég held, að það megi fullyrða það, að ef málið hefði ekki tafizt vegna umr. hér á Alþ., hefði aldrei komið til þessara samninga á milli ríkisstj. og verkalýðshreyfingarinnar, því að þann tíma, sem verið var að ræða málið hér á Alþ., notaði verkalýðshreyfingin til þess að skipuleggja sína andstöðu, og ríkisstj. sá fram á það, að hún mundi verða svo sterk þessi andstaða, að hún tók þann kost að semja. Þannig var það, að umr. á Alþ. urðu til þess, að þetta mál stöðvaðist