16.12.1967
Efri deild: 36. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 309 í B-deild Alþingistíðinda. (283)

77. mál, ráðstafanir á gengishagnaði af útfluttum sjávarafurðum

Félmrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að þakka hv. sjútvn. fyrir skjóta og góða afgreiðslu þessa máls og þá jafnframt fyrir það að verða við þeirri ósk minni að hafa við athugun málsins samráð og samstarf við hv. sjútvn. Nd., sem ætti að auðvelda afgreiðslu málsins hér á hv. Alþ. Ég gat þess við framsögu málsins, að hinn almenni meginþáttur frv. og megintilgangur væri sá að tryggja, að þeim gengishagnaði, sem til félli vegna gengisbreytingarinnar í íslenzkum sjávarútvegi, yrði varið honum sjálfum til uppbyggingar og til að treysta rekstrargrundvöll hans. Um þær brtt., sem n. hefur nú lagt til að gerðar verði á frv., hefur hún haft samráð við ríkisstj. og hún á þær fallizt í trausti þess, að hið upphaflega höfuðmarkmið frv. haldist um skiptingu gengishagnaðarins. Þetta taldi ég rétt að kæmi fram á þessu stigi málsins.