19.12.1967
Sameinað þing: 25. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 608 í B-deild Alþingistíðinda. (480)

1. mál, fjárlög 1968

Fjmrh. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Það var aðeins út af þeirri fsp., sem hv. þm. bar fram og beindi til mín, sem ég vildi láta það koma fram, að þetta mál er komið á lokastig í athugun hjá ríkisstj. Það þurfti að endurskoða tilboð með hliðsjón af gengisbreytingunni að sjálfsögðu, og það hefur tekið nokkurn tíma. En það má teljast nokkurn veginn öruggt, að endanleg ákvörðun um það verði tekin nú fyrir jól, og ég hygg, að það sé óhætt að segja, að það séu meiri líkur en hitt til þess, að það verði samið við Slppstöðina um að byggja skipið eða skipin. Það get ég ekki sagt um á þessu stigi, hvort það verða eitt eða tvö, en verðmismunur er ekki slíkur, að það þyki á neinn hátt fæla frá því að semja við innlendan aðila um smiði skipanna. (SV: Ég þakka ráðh. fyrir svarið.)