11.10.1967
Sameinað þing: 0. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 11 í B-deild Alþingistíðinda. (8)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. 3. kjördeildar (Geir Hallgrímsson):

Herra forseti. 3. kjördeild tók til meðferðar kjörbréf þingmanna í 2. kjördeild og var athugasemdalaust samþ. að leggja til, að kjörbréf 19 þm. yrðu tekin gild og kosning þeirra samþ. Þeir eru:

Ágúst Þorvaldsson bóndi, Brúnastöðum, 2. þm. Sunnl., Birgir Finnsson, Neðstakaupstað, Ísafirði, 5. þm. Vestf., Bjarni Guðbjörnsson, Engjaveg 12, Ísafirði, 3. þm. Vestf., Björn Jónsson, Akureyri, 4. þm. Norðurl. e., Emil Jónsson utanrrh., Hafnarfirði, 3. þm. Reykn., Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, 2. landsk. þm., Geir Gunnarsson, 6. landsk. þm., Guðlaugur Gíslason alþm., Vestmannaeyjum, 3. þm. Sunnl., Ingólfur Jónsson ráðh., Hellu, 1. þm. Sunnl., Ingvar Gíslason, Akureyri, 3. þm. Norðurl. e., Jóhann Hafstein dómsmrh., 5. þm. Reykv., Jón Þorsteinsson lögfræðingur, 3. landsk. þm., Jónas Árnason kennari, 4. landsk. þm., Matthías Bjarnason, 4, þm. Vestf., Ólafur Björnsson prófessor, 12. þm. Reykv., Pálmi Jónsson bóndi, Akri, 4. þm. Norðurl. v., Sigurður Bjarnason, Útsölum, Seltjarnarnesi, 2. þm. Vestf., Steinþór Gestsson bóndi, Hæli, 5. þm. Sunnl., Vilhjálmur Hjálmarsson oddviti, Brekku, 5. þm. Austf.

Við meðferð kjörbréfs Steingríms Pálssonar umdæmisstjóra sem 8. landsk. þm. kom fram sú ósk, að sérstök atkvgr. færi fram um það kjörbréf, og samþykkti kjördeildin bréfið þá með 8 shlj. atkv., og leggur því kjördeildin til, að þessi 20 kjörbréf verði tekin gild.