14.12.1968
Neðri deild: 29. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 991 í B-deild Alþingistíðinda. (1126)

117. mál, Háskóli Íslands

Sigurvin Einarsson:

Herra forseti. Ég á sæti í menntmn. þessarar hv. d., og það er búið nú þegar að boða fund í n. á mánudagsmorgun. Ég geri ráð fyrir, að það sé um þetta mál m.a. Hæstv. menntmrh. tjáði okkur áðan, að hann leggi ekki áherzlu á, að málið gangi fram fyrir jól, ef einhver ágreiningur sé um það. Ég vil láta hann vita strax mína afstöðu, hvað meðferð málsins snertir. Ég tala ekkert um efni málsins, ég hef ekkert athugað það. Ég vil láta hann vita það, að ég mun á nefndarfundinum óska þess, að málið sé ekki hespað af fyrir jól. Hins vegar segi ég ekkert um efni frv. Þetta vil ég, að komi hæstv. ráðh. ekkert á óvart.