14.04.1969
Neðri deild: 76. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1000 í B-deild Alþingistíðinda. (1131)

117. mál, Háskóli Íslands

Sigurvin Einarsson:

Herra forseti. Það, sem kom mér til þess að kveðja mér hljóðs, eru þau ummæli hæstv. ráðh., sem ég hef ekki heyrt fyrr, að 4 prófessorar við heimspekideild Háskólans hafi farið með ósannindi við menntmn. og Alþ. Og ég skildi hann svo, að þeir færu með vísvitandi ósannindi. Út af þessari ásökun, sem ég kalla alvarlega — (Menntmrh.: Það sagði ég ekki.) Sagði hann ekki ósannindi? Já, hann sagði ósannindi. (Gripið fram í.) Hann segir, að prófessorar Háskólans hafi farið hér með ósannindi. Ég vil spyrja hæstv. ráðh. — því að mér er ekki kunnugt um það - hefur það verið lagt fyrir lagadeild, hvort hún vill taka við þessum prófessor? (Menntmrh.: Já, hún hefur samþykkt það.) Lagadeildin, og það liggur fyrir umsögn um það, en ekki fyrir n.? (Gripið fram í.) Ég man ekki eftir því, að menntmn. hafi fengið nokkra slíka umsögn frá lagadeild, því að það lá ekki fyrir henni, að skáka ætti embættinu þangað, þegar hún fjallaði um málið. En ef svo er, þá vil ég fara þess á leit við hæstv. forseta, að málinu sé frestað núna í dag og menntmn. fái fulla möguleika til að sannprófa það, hvort prófessorar við Háskólann hafa orðið hér fyrir réttmætum eða óréttmætum ásökunum um ósannindi. Og í annan stað óska ég eftir því, að hún liggi þá fyrir menntmn., þessi umsögn lagadeildar, að hún sé reiðubúin til þess að taka við þessu embætti.