14.05.1969
Sameinað þing: 50. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1428 í B-deild Alþingistíðinda. (1567)

221. mál, fjáraukalög 1967

Frsm. (Birgir Finnsson):

Herra forseti. Fjvn. hefur. svo sem venja er, yfirfarið frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1967, og telur n. frv. vera tölulega rétt og leggur til. að það verði samþ. óbreytt. Ég vil aðeins geta þess, að eins og tekið er fram í nál. á þskj.673, er heimild til þess að lána Rafmagnsveitum ríkisins 10 millj. kr. að finna í 22. gr. fjárl. fyrir árið 1967, XI. lið. Á þetta er bent vegna þess, að þetta rekur sig ekki, þegar litið er á tölurnar í frv. annars vegar og í ríkisreikningnum fyrir árið 1967 hins vegar. Það er litið þannig á, að þar sem þessi heimild er þegar fyrir hendi, þurfi hún ekki að koma sérstaklega inn í frv. til fjáraukalaga.

Að svo mæltu legg ég til, herra forseti, fyrir hönd fjvn., að frv. verði samþ. óbreytt.