17.12.1968
Neðri deild: 31. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 192 í B-deild Alþingistíðinda. (168)

116. mál, skólakostnaður

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég var nú eiginlega staðráðinn í að falla frá orðinu, en svo hætti ég við það eftir þessa síðustu ræðu hæstv. menntmrh. Hann segist vera farinn að þreytast á okkur framsóknarmönnum, en ég verð aldrei þreyttur á honum. Hann er nefnilega svo skemmtilegur, þ.e.a.s. á sinn hátt. Hann var að segja áðan í síðustu ræðu, að það hefði aldrei komið fyrir, að það hefði verið neitað um rekstrarframlög til unglingaskóla úti í héruðunum. En hvernig er það, hæstv. menntmrh., þarf ekki að byggja skólana, áður en farið er að reka þá?